Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Er þetta trúverðugt..

Samkvæmt staðhæfingum bandarískra embættismanna!!

Verður svo ekki hægt að réttlæta innrás BNA með fulltingi Nató á Sýrland með vísun í hernaðinn gegn hryðjuverkum. Að ógleymdum rökunum um frelsun fólks frá harðstjórum og færa „lýðræðið“ til hina kúguðu með því að sprengja innviði viðkomandi landa til grunna s.b. Lybíu og Írak.

Skoðum allar fréttir gaumgæfilega, kannski er þetta rétt sem fram kemur í fréttinni, en reynum að afla okkur nánari upplýsinga ef hægt er, því það er því miður of lítið af því að fréttamenn geri það.


mbl.is Segja al-Qaeda bera ábyrgð í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spéhræðsla.

Það er sorglegt hversu mikil áhrif útlitsdýrkunin er farin að hafa á almenning, unglinga í þessu tilviki. Eins og mætur maður sagði; „lífstíll hinna frægu og ríku eru hin nýju trúarbrögð“. Þar á hann við kvikmynda og poppstjörnur og hinna ofurríku. Þetta fólk sem er orðið fyrirmyndir hins sauðsvarta almúga sem ekki hefur tækifæri né fjárráð til að eyða bróðurparti lífs síns í sjálfsdekur og fínerí eins og áðurnefnt frægðarfólk. En gott væri nú að við gætum verið í sátt við sjálf okkur, sál og líkama, eflaust eiga hinir frægu og ríku við sínar búksorgir að stríða rétt eins og við hin.
mbl.is Dönsk ungmenni vilja ekki í sturtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meira af slíku.

Höfum við ekki komist að því nú þegar að kjarnorkan er ekki ráðlegur kostur. Vissulega er hún ódýr í fjármunum talið, en skelfilega dýr að öllu leiti hvað varðar umhverfið og það til mjög langs tíma ef eitthvað fer úrskeiðis í kjarnorkuverinu. Og þó að ekkert fari á rangan veg í í almennum rekstri versins þá er alltaf geislavirkur úrgangur sem fellur til og verður að geyma einhversstaðar. Og það er ekki einfalt mál að koma kjarnaúrgangi fyrir. Það eru til ótal aðferðir til að framleiða rafmagn sem ekki fylgir slík áhætta, kannski ekki eins ódýr en öruggari.

Þess utan er einkennilegt að fara í smíði nýrra kjarnorkuvera í BNA en koma í veg fyrir að aðrar þjóðir framleiði rafmagn á sama hátt og jafnvel bæði beita viðskiptaþvingunum og hóta árásum á viðkomandi lönd fyrir nákvæmlega það sama.

Lærdómurinn sem líka má draga af því hvernig fór með kjarnorkuverið í Japan (Fukushima) ætti að kenna okkur að finna nýjar lausnir í orkumálum. Geislamengunin frá Fukushimaverinu hefur verið geysilega mikil og hún verður til staðar um langa tíð.


mbl.is Leyfa fyrsta kjarnorkuverið frá 1978
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir það máli......

Hefur þetta skip á nokkurn hátt gagnast hér síðan það kom heim frá Chile? Og maður spyr sig, mun Landhelgisgæslan hvort eð er nokkuð hafa efni á því að halda því úti. Öll starfsemi Landhelgisgæslunnar virðist orðin í skötulíki vegna fjárskorts, því spyr ég, breytir það nokkru hvort skipið er bundið við bryggju hér eða þar.
mbl.is Þór frá í fjórar vikur hið minnsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girðingar!!

Mætti ekki ætla að gáfulegra væri fyrir Grísk stjórnvöld að nota þessa fjármuni í að rétta hag þeirra verst settu í Grikklandi, landi sem virðist á beinni leið í greiðsluþrot, sem mun þá trúlega leiða yfir landið enn meiri vandræði. Ekki held ég að nokkuð vandamál verði leyst með girðingum, hvorki þarna né annarstaðar.
mbl.is Grikkir girða Tyrki úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vilji til friðar......

Það er ekki og hefur trúlegast aldrei verið vilji Netanyahu (Zionisti) og meðreiðarsveina hans að semja frið eða á nokkurn hátt koma til móts við réttmætar kröfur Palestínumanna. Framferði stjórnvalda í Ísrael gagnvart Palestínu er og hefur frá upphafi verið óafsakanlegt. Hins vegar virðist sem yngri kynslóðir Ísraelsbúa séu ekki endilega fylgjandi eins harðri stefnu gagnvart nágrönnum sínum og þær eldri eru. Þar eins og víða er að verða vakning og meiri skilningur á því að við erum jú öll af sama meiði, bræður og systur.
mbl.is Fær ekki frið við báða aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eyða fjármunum........

Vissulega má segja að það er alltaf gott að skapa atvinnu, virðisauka í atvinnulífinu. En afraksturinn í þessu tilviki þykir mér ansi þunnur, óþjált nafn og í raun ekki innihaldandi neina merkingu. En eins og sagt er, ætíð er nú gott að halda okkur að verki þó afraksturinn sé ekki alltaf auðsjáanlegur.
mbl.is Nýtt nafn kostar 125 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband