Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

ÁST.........

Ástin sem flæðir

tilvera sem blæðir

hugsýki næðir

ástand sem hræðir.

©Steinart


Á bak við grímu......................

Á bak við grímu......................

Á bakvið grímu hins litríka er dekkri mynd hins sama og túlkunin skemmtir okkur í drifhvítri kaldri blekkingunni sem kaupum dýru verði svo ekki komist upp um miður ríkan skilning okkar á hinum tveimur hliðum hverrar myndbirtingar í heimi hins sýnilega ljóss.

En í hvaða ljósi böðum við okkur er fram líða stundir!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

©Steinart


Leirdúfur flytja fréttir til þín...........

Leirdúfur flytja fréttir til þín...........

Leirkerasmiðjan er komin í gang á ný, leirhnoð sem í upphafi voru sem mjúkir bómullarhnoðrar á sveimi í óbeisluðum hugarheimi leirskáldsins taka á sig fyllri mynd þó ekki sé loku fyrir það skotið að uppsprettan sé þurr og óðum að breytast í rykmistur sem byrgir okkur öllum sýn til hinnar rísandi skynjunar sem boðuð hefur verið í merki Vatnsberans, en þa
r sem nú hefir borist vatnið nóg með þessu merka merki er varla tiltökumál að falast eftir dropa svo móta megi á ný fagra leirmuni til gleði og ánægju stækkandi hópi fylgjenda hinnar nýju alheimstrúarbragða því enn um sinn verður því ekki viðkomið fyrir þorra mannkyns að kasta fyrir róða einhverjum sýnilegum trúartáknum og altörum til að falla á hné frammi fyrir...... 

As they say....still in progress...

©Steinart

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband