Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
ÁST.........
15.12.2012 | 13:02
Ástin sem flæðir
tilvera sem blæðir
hugsýki næðir
ástand sem hræðir.
©Steinart
Ljóð | Breytt 3.2.2013 kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á bak við grímu......................
15.12.2012 | 12:50
Á bak við grímu......................
Á bakvið grímu hins litríka er dekkri mynd hins sama og túlkunin skemmtir okkur í drifhvítri kaldri blekkingunni sem kaupum dýru verði svo ekki komist upp um miður ríkan skilning okkar á hinum tveimur hliðum hverrar myndbirtingar í heimi hins sýnilega ljóss.
En í hvaða ljósi böðum við okkur er fram líða stundir!
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
©Steinart
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leirdúfur flytja fréttir til þín...........
15.12.2012 | 12:49
Leirkerasmiðjan er komin í gang á ný, leirhnoð sem í upphafi voru sem mjúkir bómullarhnoðrar á sveimi í óbeisluðum hugarheimi leirskáldsins taka á sig fyllri mynd þó ekki sé loku fyrir það skotið að uppsprettan sé þurr og óðum að breytast í rykmistur sem byrgir okkur öllum sýn til hinnar rísandi skynjunar sem boðuð hefur verið í merki Vatnsberans, en þa
As they say....still in progress...
©Steinart
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)