Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Hið viðtekna og viðurkennda!

Gæti helst trúað því að svipaða sögu sé að segja hér á Íslandi. Að drekka áfengi er hið viðurkennda norm en að nota ekki áfengi þykir svolítið undarlegt hef ég orðið var við. Held að gott væri að við förum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er það vímuefni sem mestum vandræðum og vandamálum veldur. Umgöngumst áfengi af varúð, lífið er líka miklu betra án áfengis.
mbl.is Eldri borgarar oftast á fyllerí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitundarhugsanir.........

Hugsanir í langvinnri vinnslu, leitandi að hinni frambærilegustu lausn, lausn sem hefur mig upp yfir hina jarðnesku sterílu vanahugsun og hegðun.
Brotthlaup úr faðmi hins viðtekna norms, opna sálu mína, hleypa fugli frelsisvitundar minnar frjálsum úr búri sínu.
Svífa í heiðríkju hinnar komandi vitundarvakningar, syngja söngva frelsis, lofa hina skýru sjálfsvitund. Opna faðminn, gefa og þiggja hina algeru ást, ástina til allrar vitundar, hvaða formi sem hún birtir sig.
------------------------------------------------------------

©Steinart


Er það svo........

Það er verið að egna Írönsk stjórnvöld til að fleygja fyrsta steininum. Vesturveldin róa að því öllum árum að koma af stað stríði, en vilja að það verði ekki hermt upp á þau að hafa byrjað. En sjáum við ekki öll orðið í gegnum þennan hráskinnaleik, þessar blekkingar sem svo lengi hafa viðgengist. Ætlum við virkilega að láta teyma okkur út í enn eitt tilhæfulausa stríðið. Rétt eins og létum teyma okkur út í stríð gegn hryðjuverkaógninni, uppdiktaðri eins og flestir ættu að vera búnir að gera sér grein fyrir. Gleymum ekki því að ætíð fáum við að atast blóði óbeint sökum aðildar okkar að árasarbandalagi Atlandshafsþjóða (Nató). Sem sí og æ er beitt fyrir stríðsvagninn í skefjalausri græðgi ákveðinna vesturvelda. En næsta stríð verður trúlega ekki einungis bundið við austurlönd. Eitt alsherjarstríð mun ekki laga ónýtt efnahagskerfi, föllum ekki í þá gryfju á ný. Leitum leiða í sameiningu til að gera þessa jörð að þeirri paradís sem hún gæti verið. Við getum það, við getum það sem við viljum og viljum við ekki flestöll það sama, frið og hagsæld öllum til handa.
mbl.is Banna olíuinnflutning frá Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óminni.........

Hugsa til þín ástin mín, sem sveikst sáttmála okkar, lagðir í ferðina án mín, stakkst þér inn í óminnið, þú kvaddir ekki, bréfið sem skildir eftir, torræð gáta sem ekki hefi leyst enn, við gátum setið löngum stundum yfir skrýtnum þrautum og vorum ansi lunkin orðin, en nú sit ég og reyni við gátuna um hvarf þitt inn í óminnið, ferðina sem ætluðum saman, hönd í hönd eins og líf okkar hafði verið, með tár á hvarmi rýni í síðustu og mikilvægustu skilaboð þín, en skil ekki, pappírinn gegnvættur tárum mínum, blekið lekur til, munstur sem aðeins ljær textanum aukið torræði, brýt heilann, alveg mát, líf okkar á ystu nöf, á mörkum hins viðtekna, þó heldur í heimi tilraunarinnar um hina vitundarvíkkandi alsælu, yfir strikið en komum þó alltaf aftur, en nú er sál þín komin í aðra vídd, kem á eftir þér í hljóðri nóttinni þegar upp rennur nýtt tungl, kem í faðm þinn hlýjan og mjúkan, til þín ástin mín.

©Steinart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband