Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Dögun.

Þær eru á förum,

tilfinningarnar sem hefur nært,

haldið við og vegsamað.

Nú þær leysast upp,

hverfa burt sem dögg í skini sólar

á nýjum degi vakningar þinnar.

Öll gömlu gildin gliðna og

sál þín ~ vitund þín rís upp

af eldinum eins og fuglinn Fönix

og svífur inn í hinn nýja raunveruleika

Vatnsberans.



Leikþáttur ~ Farsi.

Er þetta nokkuð annað en skipulögð leiksýning? Var nokkurntímann við öðru að búast en að skuldaþakinu yrði lyft, er einhver munur á hægri og hægri þegar upp er staðið. Demókratar ~ repúblikanar ~ sitthvor hliðin á sama peningnum. Rétt eins og þetta blessaða heilbrigðisfrumvarp sem Obama var að dútla við, næsta víst að því var í raun aldrei ætlað að verða neitt. Sú er í það minnsta mín skynjun sem leikmanns, sé að vísu ekki vel en er samt ekki blindur. Woundering
mbl.is Skuldaþakið rís loks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband