Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Augu í augnablikinu ~ leitandi.

Þetta kunnuglega hungur mitt eftir viðurkenningu utan úr firðinni. Biðin eftir að gerist lítið æfintýri, rétt svona til að halda manni á tánum, taldi nú samt að væri nógu langt frá jörðu með augu mín leitandi í fjöldanum að augum ástleitninnar, fögrum tindrandi augum sem leituðu minna augna á augnabliki hins altæka sannleika, augnabliksins þegar ljóst verður að meira er í manneskjuna spunnið en fjöldanum hefur verið ljóst. Út úr myrkrinu við þokumst, hraðar með hverjum degi sem þó rennur úr greipum okkar á umbrotatíma, í fæðingarhríðum nýs tíma.

Neongrænt og cappuccinobrúnt vinsælustu jólalitirnir.

Mikið er maður nú heppinn, búið að ákveða fyrir okkur jólalitina í ár. Og ekki seinna vænna, jólin alveg að bresta á! Í það minnsta eins og maður skynjar tímann í dag. Gleðileg komandi jól! Grin
mbl.is Jólaverslun hafin í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband