Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

...næring ~ tæling...

Að næra andann
í þögn
á veitingahúsi
í miðborg
Reykjavíkur,
sötrandi te,
fylgjast með
lífinu utan
við gluggann,
í von um að
tæla til sín
skáldgyðjuna,
eitt andartak,
nægilega lengi
fyrir ljóðstúf. 
 

..jákvæðni....

Horfum til lífsins með jákvæðri
sýn á möguleika okkar til
upplýstari vitundar. 

Gæsla loftrýmis!

Skil nú ekki alveg til hvers þarf að gæta loftrýmis yfir og umhverfis Ísland. Ef þjóðum heims stafar ógn af einhverjum í loftrými sínu væri það helst einmitt ógn af NATÓ og BNA. Veit ekki til að mikilli ógn stafi af Rússlandi hin síðari ár. Svo að spyr mig hver er tilgangurinn með þessari gæslu. 

 


mbl.is Kanadamenn gæta loftrýmis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...myndhvörf.....

Birtist óvænt.
Afklæddist orðalaust
í birtu götuljósa.
Bauð blíðu sína
án skuldbindinga.
Kom til mín óumbeðin,
líkt og eftir hugboði.
Alsköpuð ímynd,
draumur drauma
minna. 
 

...hugmynd að ljósmynd......

Vildi mynda myndarlega 
mey ef hún gæfist.
Leita dyrum og dyngjum,
í dyngju drottningar
kemst enginn
án meðmæla. 
 

Vonandi aprílgabb.

Vona að við Íslendingar sýnum nú smá samtakamátt og að mínu áliti
skynsemi og fellum Icesavefrumvarpið hið nýja.
 
NEI við ICESAVE! 

mbl.is Meirihluti ætlar að segja já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband