Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2011

Minnisglöp.....

Burt sveif úr minni
mynd mín af ţér.
Ţú gleymd ert mér,
ég einnig ţér. 

......nćrvera

Hunangmjúk nćrvera ţín
í huga mér.
 
Birtingarmynd hinnar ćđstu
tignar og náđar.
 
Fölskvalaus gleđi augna ţinna.
Augu sem mćta mínum
í mannfjöldanum.
 
Oft leitađ langt yfir skammt,
en undir niđri býr sannleikur,
sannleikur úr djúpi aldanna,
uppsöfnuđ viska.
 
Leiđarstef til framtíđar. 

Orđfang....

Orđ sem skreppa úr hugarfylgsninu.
Út í víđfeđmi geimsins.
Fanga svo aftur í net
hugsana minna og rađa
upp í nýtt litróf,
nýjan glóandi texta. 

"Öryggisráđ Sameinuđu Ţjóđanna" ??

Hef oft velt fyrir mér hlutverki "Sameinuđu Ţjóđanna".
Oftlega hafa ákvarđanir og athafnir ţessarar stofnunar valdiđ manni
heilabrotum um tilganginn.
Rétt eins og friđargćslusveitir stofnunarinnar virđast algerlega
gagnslaust fyrirbrigđi.
Og hverskonar lýđrćđi er ţađ hjá stofnun sem ađ er grundvölluđ á,
(ađ ţví er ég best veit) ađ stuđla ađ friđi og lýđrćđi í heiminum,
en er svo međ "Öryggisráđ" ţar sem eistök ríki geta komiđ í veg
lýđrćđisumbćtur og mannréttindi í öđrum ríkjum ef ţeim býđur
svo viđ ađ horfa.

Ţess utan sýnist mér ekki mikill munur á Bush fyrrverandi forseta
og Obama núverandi forseta Bandaríkjana, svona kannski eins og
sitthvor hliđin á sama peningnum.


mbl.is Obama beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vegferđ......

Löng orđ í huga ná hálfvegis
ţá leiđ sem fyrir liggur ađ
láta ađ baki í fyrsta áfanga.
 
Mín löngun nćr í hćđir ţrjár
međ hjálp frá ţér sem
ert mér leiđarljós.
 
Í ljósi ţeirrar reynslu sem ađ
baki liggur, en liggur ei fyrir
hunda og manna fótum.
Á götu sem grýtt
hefur veriđ á köflum.
 
Kaflaskipt veröld á enn
hrađari ferđ til nýrra tíma.
 
Er blóm viskunnar 
opnar sig! 

Draumar....

Draumar
sendir í pósti
framtíđarinnar
á nćsta leiti! 

Tálsýn.....

Drungi í höfđi mér
hugsunin splundrast
inn í óravíđáttuna!
 
Tilveran hlćr og skopast.
Teymir mig á
asnaeyrunum.
 
Sýnir mér myndir,
bregđur upp fallegri sýn,
ađeins til ađ
myrkva hana á ný!
 
Lagleg tálsýn mín,
leiđir mig í annan heim inn.
Veröld sem snýr fallegri
ásjónu sinni ađ mér! 

Allumlykjandi hagvöxtur....eđa ekki?

Er veröldin grá međ bláum röndum,
upplýst neonskilti í húminu.
Síđustu dreggjar alvöru kaffisins hverfa úr minni.
Angist mín kannski ástćđulaus, nýr framfaratími í uppsiglingu.
Hagvöxtur hugans, súluritin svífa í hćđir,
kappsamleg framleiđsla í viti firrtum heimi.
Og menn segja bara; hvađa blekbull er ţetta sem vellur hér um
allar koppagrundir?
Hvergi friđur fyrir lausnurum heimsins.
Menn sem ćtla ađ leysa allan vanda međ prósa og
angurvćrum ljóđum um ástina.
En ekkert skal stöđva hagvöxtin,
framleiđum fram í rauđan dauđann. 

Skemmtun!

Gćti hafa gerst á kvöldi svipuđu ţví sem nú, stormur, rigning, slydda.
Reykjavík fyrir hartnćr tveimur áratugum......
 
Skemmtun.
 
Skrýđist hempu blekkingarinnar. Set upp upp eina af hinum liztitilegu grímum.
Helli í mig miđi, svo talandinn verđi sannfćrandi.
Reyni ađ sýna í augunum ástleitinn bjarma, logandi órar!
Stenka á mig rakspíra "Passion". Pússa skóna, gleymi ekki ađ konur,
alvöru konur líta á skóna.
Fínar buxur, skyrta í stíl, silkibindi, töff leđurjakki.
Svalur gći! Helli í mig meiri miđi.
Passađu ţig strákur (!) konur líta ekki á slefandi fulla bjána,
hversu flottir sem ţeir eru í tauinu.
Rigning, tek leigubíl, beint á veiđilendur hugaróranna.
Biđröđ, mjög löng biđröđ, stend úti viđ götu, trođningur í röđinni,
ýtt harkalega viđ mér, hrasa út á götu, nćstum í veg fyrir bíl.
Bílstjórinn rétt nćr ađ sveigja hjá, en ć nei, pollur, gusurnar ganga yfir mig,
rennandi, upp úr - niđur úr, öskra!
Öll röđin beljast um í hlátrasköllum, ţvílíkt ástand, rölti heim,
sjálfsvirđingu rúin.
Ó, ţvílík útreiđ, ţvílíkt kvöld! 
 



......um sólu

Löngun í himnaríkishćđir
í einu hendingskasti.
Hverfast í spuna fullnćgjunnar.
Sökkva í haf óendanleikans.
Koma aldrei aftur.
Hverfa á braut um sólu hvata! 

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband