í upphafi........

Það má taka á flug með tónlistinni, óheftu flæði hugmynda, já þessara skynhrifa sem liðast um í andrúmi voru.

 

Myndir sem kvikna í hugskotum okkar þar sem við ferðumst í guðdómlegri sælu tónsins.

 

Í upphafi var hinn sanni tónn og sálir okkar urðu til í hinni fyrstu hugsun og okkur var allt kleift.

 

Í óratíma nærðumst við á hinum guðdómlega tóni og eigin hugsun en brátt vildum við skapa og sköpunin var á okkar valdi, óheft.

 

En fram leið tíminn og tónninn varð litríkari, þykkari í blæbrigðum sínum og symfónía margbreytileikans tók að hljóma undurfagurt.

 

Og sálirnar ákváðu að líkamnast.

 

©Steinart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband