Einkennilegt er allt það ráðslag.............
23.10.2014 | 23:18
Fremsta skylda stjórnvalda hlýtur að vera að gera öllum þegnum landsins kleift að lifa mannsæmandi lífi.
Vel má vera að nauðsynlegt að endurnýja ýmsan búnað sem ríkisstofnanir nota, sýnist þó margt gæti komið á undan endunýjunar vopnasafnsins. Sem betur fer eigum við íslendingar því láni að fagna að hér er ekki oft þörf fyrir því að beita skotvopnum, því varla mikil þörf á að endurnýja það sem vart hefur verið notað, nema kannski að svo mikil framför hafi orðið í hönnun hríðskotariffla, og þeir því afkastameiri fyrir vikið, við viljum jú alltaf gera vel og mikið það sem við gerum.
Og tel nú hættuna af þessum "nýju" hryðjuverkasamtökum ekki vera á þeim skala að um sé að ræða heimsógn. Hvað þá að kalla framferði eins manns sem byrjar að skjóta á fólk í Ottawa í Kanada hryðjuverkaárás, Kanadísk stjórnvöld virðast þó ætla að nýta tækifærið til að herða aðeins á ýmsum reglum þ.e.a.s. aðeins að þrengja að frelsi þegnanna með því fororði að sjálfsögðu að verið sé að auka öryggi þeirra. Höfum heyrt þetta áður og fundið fyrir því.
Getum ekki stungið höfðinu í sandinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get sagt þér með vissu, að hríðskotabyssur eru ekkert betri en fyrir 100 árum, nema að einu leiti: þær eru ergonómískari núna: fara betur í hendi og eru léttari.
Og nei, ISIS er ekki eitthvað sem við þurfum að hafa neinar áhyggjur af. Ekki frekar en Al-Kæda, eða IRA, eða Gamli maðurinn á fjallinu & félagar.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2014 kl. 23:26
Það hefur í gegnum aldirnar verið innbyggð þörf hjá stjórnvöldum að vernda landslýð með því að vopnast. Venjulega nýtast vopnin vel þegar lýðurinn ókyrrist og virðist ætla að skipta sér af störfum verndaranna. Þau eru fá tilvikin sem vopnuð lögregla hefur nýst gegn utanaðkomandi ógn. En nokkuð mörg slysin sem vopnaða verndin hefur valdið.
Ufsi (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.