hógværð.....
28.7.2014 | 21:09
Og í hugarfylgsninu
verður stundum til
þetta tóm, eitthvað
sem er ekki neitt en
fyllir samt út í allar
glufur og kemur í veg
fyrir að upp spretti
hugsun ný og falleg,
sem gæti á sinn
hógværa hátt bætt
heiminn í eitt andartak.
©Steinart 2014
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.