vindur fram, hreyfir..........

Sit við og bíð þess að andrúm mitt hreyfist, ferskur vindsveipur hleypi fjöri í hugsanir mínar og athafnir. Að þú birtist mér í huganum og opnir fyrir hina sönnu lind sköpunarinnar. Þú mín fagra músa, strjúkir  huluna frá augum mínum og hleypir hinni tæru sýn  almættisins inn í vitund mína. Og orðin safnist í net mitt sem strengt hef í nærumhverfi mitt, geri þá að aflanum og beri fram á hvítum fleti vitundar okkar.

©Steinart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband