rétti út hönd mína.........

Smá umhugsun um hvernig stefnumót fara fram á samskiptavefjum nútímans......

 

rétti út hönd mína...............

 

Sæl vina, var að leita á síðunni þinni að því í hvaða stjörnumerki  þú værir, ætlaði að sjá út hvernig við myndum passa saman, þó ekki væri nema til að verða staðfastari í þeirri trú minni að við gætum átt ágætlega saman sem par. Já, veit að þetta er ekki það rómantískasta sem þú hefur séð en hvernig á að nálgast í dag, gefa stelpu undir fótinn nema í gegnum hina alltumlykjandi tækni, myndi senda þetta bréfkorn með bréfdúfu, ætti ég eina slíka. En s.s. hef verið að spá í þetta allt saman, mér líkar vel við þig, veit að við þekkjumst kannski ekkert svo mikið í dag en trúðu mér,  ég er ágætis mannvera og er sannfærður um að þú ert það líka. Þú hugsar kannski með þér afhverju hringir ekki maðurinn heldur, sem er auðvitað góð spurning, en tel samt betra að skrifa þetta litla bréf og gefa þér tíma til að melta þessa uppástungu í eitt augnablik.

Nú þegar augnablikið er runnið inn í eilífðina og svarið berst á öldum hátíðninnar þ.e.a.s. kemur skramblað, dulkóðað og úr vöndu að ráða, vill hún mig, vill hún mig allsekki eða kannski lengri umþóttunartíma, en tíminn rennur út, úr því fagra tímaglasi eilífðarinnar.

Get ég vitað hvort tilfinning mín er sönn, eða er þetta allt saman vottur af síðasta bjargráði sökkvandi manns, síðasta hálmstráið.

Og í höfði mínu bý ég til nýtt leikrit með meitluðum “dialog“ hvar allt mitt rómantíska æði eins og Þórbergur orðaði það svo skemmtilega fær farsælan endi og þau munu svífa inn á lendur hamingjunnar og horfa á sólsetrið til enda.

Eða er það svo, mörg tvíst, snúningar geta orðið í þessum sálardansi samskiptanna, hvar óvæntir fletir koma inn í dansinn, rúmban breytist í “breakdans“ fyrr en varir og hættan á snúnum ökkla margfaldast.

En draumur mun að lokum taka endi og upp verður risið og gengið inn í fagran daginn, sólin vor faðir og jörðin okkar ástkæra móðir munu umvefja líf okkar og kenna okkur nægjusemi og að ástin er allt.......

©Steinart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband