Í tilefni Jasshátíðar, eitt lítið ljóð......


Svartur Trompet
--------------

Svartur trompet
út í nóttina blæs
svarbláum tóni,
rigning á glugga
myndar fullkomna
stemmningu tregans.

Aflögð hljóðfæri á
vegg taka að hljóma
er kráargestirnir hafa
gengið inn í draumalandið.

Himneskir tónar
liðinnar aldar.
Músik frá guðunum,
hinum gleymdu öflum.

©Steinart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband