Útsýn...................

Séð að heiman.

Dagur.

Hnoðast skýin á snæviþökktum fjöllum.
Sáldrast sólargeislar um glufur í himinþekju.
Bláfjöllin hvít í fjarskanum.
Upp af Hellisheiðinni streymir ónotað gufuafl.

Kvöld.

Rauðavatn speglar mánann fullann.
Suðaustan vindurinn samur við sig.
Bylur í þakskeggi, ýlfrar í loftræstistokkum.
Andinn af heiðinni leikur sína symfóníu.

Nótt.

Leigubílar renna norður, suður, Suðurlandsveginn.
Heimfærir ölgladd fólk, sjúkrabílar í hjartastoppum.
Máninn ferðast á himinfestingunni, stjörnur blika.
Í Ásunum sefur úthverfaliðið rótt.

©Steinart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband