Boð og bönn í boði ESB.
29.2.2012 | 22:13
Er eitthvað að marka þessi matsfyrirtæki yfirleitt. Rekur minni til þess að þegar við vorum á kafi í góðærinu hafi þessi fyrirtæki metið allt á skínandi veg hér, allt mat í hæstu hæðum. Hverjar voru forsendurnar fyrir matinu, könnuðu þessi fyrirtæki einhverntímann hvað væri í raun í gangi hér og eru þau (matsfyrirtækin) að vinna eitthvað betur matsgerð sína í dag, efast um það. En þó þeim verði bannað að meta ákveðin ríki mun það vart bjarga efnahagskerfi Evrópusambandsins sem er um það bil að rakna upp, þrotið örendið.
Fjármálakerfi vestrænna ríkja þarf greinilega endurkoðunar við, því fyrr sem hafist verður handa við það, því betra.
Geti bannað mat á lánshæfi evruríkja í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.