Lífsins leikrit............ Prósi ~ heimspekileg hugleiðing.............

Því nakinn stend frammi fyrir siðgæðisnefndinni. Óvarinn reyni að afsaka hegðun mína. Reyni að réttlæta framtaksleysi mitt í lífsins stóra leikriti. Afsaka stöðu mína á baksviðinu, milli sviðstjaldanna. Að afsaka sviðsskrekkinn, muna ekki línurnar sem þó voru svo vel æfðar. Vel ígrundaður prósi sem lagði sál mína í. Þaulæfð danssporin sem þó þorði ekki að stíga, steig ekki heldur í vænginn við allt það kvenfólk sem þó gaf mér auga, lamaður af ótta á hliðarlínunni meðan lífið rann hjá. Og nú hafa þau hlaðist upp árin, sest á herðar mér, íþyngjandi. Frammi fyrir uppgjörsnefndinni, spurning um hvort komist upp um stig, hvort geti kjaftað mig upp á næsta borð þessa leiks sem kallast líf. Hef ég náð tilskilinni færni eða þarf ég að sitja eftir og læra mína lexíu. Komast ekki héðan úr fjórvíddinni. Þurfa að ganga í gegnum niðurbrotið. Upplifa dauða móður jarðar. Taka þátt í baráttunni við hin illu öfl sem svo lengi hafa hér um vélað. Vera með í að svipta hulunni af elítunni. Afhjúpa hina djúpstæðu blekkingu sem höfum verið beitt, hvernig höfum á skipulegan hátt verið heilaþveginn og hlekkjuð á hjóli fáfræðinnar.
Verið þrælar sjálfviljugir í kapphlaupi neysluhyggjunnar sem nú er að ganga af okkar eina samastað, jörðinni dauðri. Er von, já er ekki von um að hægt sé að vekja fólk upp af svefninum. Opna augu mannkyns fyrir því að ekkert er svo meittlað í steininn að ekki megi breyta því ef við viljum. Að í okkur býr svo magnaður kraftur, svo óendanlega miklir möguleikar, aðeins ef opnum sál okkar og virkjum hinn sanna kraft frá frumbernsku okkar. Tengjumst hinni kosmísku vitund sem varðveitir sögu okkar og möguleika til nýrrar sköpunar.
Öld Vatnsberans er upp runnin, hið margumtalaða þúsundáraríki. Frí mengunarlaus orka mun brjóta niður vald olíufurstanna, kapítalisminn mun líða undir lok og við taka hinir blessunarríkustu tímar.

Á nýjum tímum mun sagan verða til skoðunar.

Enn eina ferðina eru blikur á lofti.
Tilfærsla herja, hótanir, brigsl um framleiðslu kjarnorkuvopna.
Hví eru sömu heimskulegu orsakatundrin farin að sjást á ný.
Nú þegar stefnir í hrun fjármálakerfisins , þá skal tekin upp hin þekkta mannfjandsamlega stefna að reyna að tendra ófriðarbálið, koma af stað allsherjarstyrjöld, þar sem allt væri lagt undir, engu eirt.

En erum við ekki við þröskuld hinnar nýju vitundar.
Er ekki mannkynið að vakna til nýrrar skynjunar.
Og væri ekki yndælt ef enginn mætti til herkvaðningar.
Stríð verða ekki háð nema að einhverjir hermenn séu til staðar, en ef þeir mæta ekki hvað þá. Snúum bökum saman, umföðmum hvert annað, því eins og Icke segir; „Ástin er allt ~ allt annað er hjóm.“
Vitund vor er að opnast og nýr skilningur á tilverunni að verða ljós, hinn sanni grundvöllur verundar okkar.

Orka plánetanna í sólkerfi okkar er að aukast, tíðnin að hækka, miklar breytingar að eiga sér stað. Og af þeim sökum hriktir í öllu sem við áður höfum tekið sem gefnu. Tækifæri mannkyns til vaxtar eru nú.

Sameinumst í að senda jákvæðar hugsanir út á loftvegina, því með jákvæðum straumum má hafa áhrif til hins betra.

©Steinart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband