Að næra mýtuna um ógnir hryðjuverkamanna!
18.2.2012 | 10:51
Hver er tilgangur þess að aðstoða mann í langan tíma, blekkja hann og þykjast vera að hjálpa honum í einhverri heimskulegri sjálfsmorðsáras, láta hann fara af stað til að fullnusta vilja sinn en handtaka hann þá og þykjast hafa unnið enn einn sigur á hinum alræmdu „Al-Qaeda“ hryðjuverkasamtökum. Hvers tilurð og tilvist er mjög óskýr, margir sem leitt hafa að því líkum að ekki séu þessi samtök annað en tæki vestrænna ríkja til stýra gangi mála á mörgum vígstöðum. Um það fullyrði ég ekkert, en trúi ekki öllu sem sagt er á vettvangi stríðsins gegn hryðjuverkum.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu það Steinar að hryðjuverkamenn eru raunverulega "heilaþvegnir" (Vil held ekki nota þetta orð og notast því við: utanað komandi hugstýringu. Það er nefnilega ekkert rangt við það sem er hreint/þvegið). Trúarofsi er hættulegt verkfæri sem gefur okkur að skilja að trú er hægt að misnota!
Aftur á móti þá sé ég ekki menn sem sprengja sig í loftum og drepa fá eina menn sem "hryðjuverkamenn" þó svo að þeir séu þó nokkuð bilaðir. Það sem orðið terrorism þíðir raunverulega er hræðsluáróður og verður terrorism ekki terrorism nema með því að vekja ugg í hugum almennings og það er ekkert sem "hryðjuverkamenn" sjálfir geta gert nema með hjálp fjölmiðla. Því eru það fjölmiðlar sem eru hinir raunverulegu terrorism en ekki "hryðjuverkamennirnir sjálfir"!
Ef vel er að gáð þá má sjá að þessir rugludallar sem sprengja sig í loftum drepa færri en mjög margt annað sem við erum ekkert að hugsa um, taka má dæmi t.d reykingar, bílslys, offita og margt fleira drepur fleiri en "hryðjuverkamenn"!
Þó er annað sem kemur mér mikið á óvart og það er sá samhugur sem fólk ber hvert til annars nú á tímum. Ef satt skal segja þá er raunar þörf fyrir fólksfækkun þar sem offjölgun er komið á stig þess að verða vandamál því auðlindir jarðar duga ekki og ráðist er talsvert á náttúruna til að framfylgja þörfum. Ef rétt skal vera rétt þá hegðum við okkur eins og krabbamein á jörðinni og förum við rosalega illa með það sem við höfum og því ef vel er að gáð þá erum við mun meir ógn gegn mannkyninu eins og við lifum en nokkur tímann menn sem sprengja sjálfan sig og/eða aðra í loftum!
Minn Hugur, 23.2.2012 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.