Spéhræðsla.

Það er sorglegt hversu mikil áhrif útlitsdýrkunin er farin að hafa á almenning, unglinga í þessu tilviki. Eins og mætur maður sagði; „lífstíll hinna frægu og ríku eru hin nýju trúarbrögð“. Þar á hann við kvikmynda og poppstjörnur og hinna ofurríku. Þetta fólk sem er orðið fyrirmyndir hins sauðsvarta almúga sem ekki hefur tækifæri né fjárráð til að eyða bróðurparti lífs síns í sjálfsdekur og fínerí eins og áðurnefnt frægðarfólk. En gott væri nú að við gætum verið í sátt við sjálf okkur, sál og líkama, eflaust eiga hinir frægu og ríku við sínar búksorgir að stríða rétt eins og við hin.
mbl.is Dönsk ungmenni vilja ekki í sturtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði gjarnan mátt sundurgreina þjóðerni þessa "Dana" og fá þannig niðurstöður sem eru marktækar.

Í Svíþjóð hafa viss sveitarfélög ákveðið það, ( með undirgefni og auminjaskap), að vissir dagar í sundhöllum séu sér kvennadagar fyrir múslimskar konur, sem þar að auki baða sig í fötunum. Því hefur aldrei verið svarað, hvort skipt er um vatn í laugunum á eftir. Það er ekki allt sem sýnist.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband