Ekki meira af slíku.
9.2.2012 | 22:38
Höfum við ekki komist að því nú þegar að kjarnorkan er ekki ráðlegur kostur. Vissulega er hún ódýr í fjármunum talið, en skelfilega dýr að öllu leiti hvað varðar umhverfið og það til mjög langs tíma ef eitthvað fer úrskeiðis í kjarnorkuverinu. Og þó að ekkert fari á rangan veg í í almennum rekstri versins þá er alltaf geislavirkur úrgangur sem fellur til og verður að geyma einhversstaðar. Og það er ekki einfalt mál að koma kjarnaúrgangi fyrir. Það eru til ótal aðferðir til að framleiða rafmagn sem ekki fylgir slík áhætta, kannski ekki eins ódýr en öruggari.
Þess utan er einkennilegt að fara í smíði nýrra kjarnorkuvera í BNA en koma í veg fyrir að aðrar þjóðir framleiði rafmagn á sama hátt og jafnvel bæði beita viðskiptaþvingunum og hóta árásum á viðkomandi lönd fyrir nákvæmlega það sama.
Lærdómurinn sem líka má draga af því hvernig fór með kjarnorkuverið í Japan (Fukushima) ætti að kenna okkur að finna nýjar lausnir í orkumálum. Geislamengunin frá Fukushimaverinu hefur verið geysilega mikil og hún verður til staðar um langa tíð.
Leyfa fyrsta kjarnorkuverið frá 1978 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ok. Enn hvernig viltu búa til rafmagn ef ekki er hægt að gerða það með stíflum? Vindmillur eru varla kostur. það er og dýrt og þær taka mið land og örkan er óstöðug. Kolabrenslu kannski? þetta er ekki einfalt fyrir þær þjóðir og svæði sem ekki hafa jarðvarma og fallvötn. það er bara um þetta að ræða. kolaver,gasbrenslu,kaupa af öðrum þjóðum eða.. Nota kjarnorku. því miður er þetta staðreynd..
óli (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 00:26
Eitt varðandi ætlaða skaðsemi kjarnorkuvera
við erum enn að nota fyrstu kynslóð kjarnorkuvera sem nota vatn sem "moderator" það hefur nokkra kosti en helsti ókosturinn er það að vatnið þarf að vera undir gríðarlegum þrýsting svo það haldist í fljótandi formi, það leiðir til þess að ef leki kemur að kerfinu springur vatnið út í gufu með öllum þeim geislavirku efnum sem sem í því eru, þetta er það sem hefur gerst í kjarnorkuslysum fram að þessu.
Það sem fæstir gera sér grein fyrir er að það er hægt að þróa þessa tækni miklu frekar og í dag er verið að rannsaka mun betri kjarnaofna sem nota fljótandi salt í stað vatns og thorium í stað úranium, Slíkir kjarnaofnar eru leiðin til framtíðar að mínu mati
Legg til að þú kynnir þér LFTR:
http://www.youtube.com/watch?v=P9M__yYbsZ4
Ingvar K. Þorleifsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 07:17
Sammála Ingvari.
Þessi kjarnorkuver sem við höfum í dag eru öll orðin mjög gömul og úrelt, það að byggja ný ver og jafnvel leggja gömul niður er ekkert nema jákvætt, þar sem það eina sem það gerir er að búa til þróaðri, betri og öruggari ver. Hugsaðu þér bara muninn á tækninni og þekkingunni sem við bjuggum yfir árið 1978 á móti þeirri þekkingu og tækni sem við búum yfir núna.
Mikill munur.
Kjarnorkuframleiðsla er einfaldlega ''here to stay'' þar sem hún er mjög hentug og áhrifarík og ástæðan fyrir því að ekkert ver hefur verið byggt síðan 78 í BNA er einmitt af því að fólk var svo hrætt við þetta, sem kaldhæðnislega gerir þessa tækni einmitt óáreiðanlegri og hættulegri.
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 10:51
Ekki hef ég neinar lausnir sjálfur á takteinum en það er verið að þróa ýmsa tækni sem hugsanlega getur nýst vel. Í það minnsta er svo að sjá í ýmsum myndböndum á netinu, sjálfur get ég ekki dæmt um trúverðuleika alls þess en vona að eitthvað af þeirri þróun sé raunhæf og nýtileg. Áhyggjur mínar snúa ekki síst að því að erfitt er að koma úrgangi þessara kjarnorkuvera í lóg. Einfaldlega finnst mér að ekki ætti að nota kjarnorku yfirleitt.
Steinar Þorsteinsson, 10.2.2012 kl. 19:11
Steinar: Það er ekki eins og þeir hendi geislavirkum úrgangi bara út í móa. Í Bandaríkjunum til dæmis hafa þeir byggt risastór neðanjarðarbyrgi lengst ofan í jörðina sem eru þolin gegn geislavirkni, þ.e. að geislarnir komast ekki út úr byrginu og svo er þessu bara leyft að dúsa þar þangað til að efnið er búið að hrörna nógu mikið til að það sé óhætt fyrir umhverfið.
Þar er komin ágæt lausn við þeim vanda.
Að auki ef maður pælir í því, þá er kjarnorka ein öruggasta orkulind sem við höfum yfir að búa. Síðan frá byrjun hafa aðeins orðið 4 stórslys í kjarnorkuverum í öllum heiminum: Fukushima (2011), Chernobyl (1986), Three Mile Island (1979) og SL-1 (1961).
Pældu í því fjögur alvarleg slys síðan 1961, vissulega geta afleiðingar eins slyss orðið geigvænlegar, en þetta er samt sem áður mjög lágt hlutfall.
Það er til að mynda miklu hættulegra að keyra bíl og á hverju ári deyja fleiri í bílslysum heldur en hafa dáið samanlagt í öllum þessum slysum. Ættum við þá að gera bíla ólöglega? Að sjálfsögðu ekki, bíllinn er einnig ''here to stay'' af því að hann er hentugur og þægilegur. Þannig að hvað gerum við í staðinn? Við höldum áfram að þróa og hanna öruggari bíla og að kenna ökunám betur og betur, semsagt líkt og við ættum að gera við kjarnorkuver.
Þess má einnig til gamans geta að það er núna verið að hanna vélmennabíla sem keyra aldrei á vegna innbyggðra hreyfiskynjara og með því að innleiða það þá mætti útiloka algengustu ástæðu allra bílslysa, en hún er mannleg mistök af því við erum langt frá því fullkomin þar sem við erum einungis vanþróaðir apar.
Hvað varðar nýja tækni sem við erum að reyna að þróa, vissulega ef eitthvað betra kemur upp á bátinn en kjarnorka þá væri ég einn af þeim fyrstu til þess að hrópa húllumhæ yfir því, en að því sögðu þá eru við mjög langt frá því að eitthvað slíkt sé jafnvel ''remotely'' raunhæft að svo stöddu. Það er víst að við situm uppi með kjarnorku allaveganna þangað til og hvort er betra, að gera tæknina öruggari og afkasta meiri eða halda henni í sinni úreltu mynd sem hún er í dag?
Bestu kveðjur
Jón Ferdínand.
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.