Fasismi ríkisstjórna.

Ansi víða eru friðsöm mótmæli brotin á bak aftur af óeirðalögreglu. Í Bandaríkjunum, Rússlandi, Ísrael, Bretlandi og víðar. Aukin meðvitund almennings fer víða fyrir brjóstið á valdstjórninni. Það er farið að hitna undir sætum valdaelítunnar sem hefur of lengi fengið að koma fram vilja sínum með ýmsum blekkingum. Nú þegar búið er að gera stóran hluta almennings, hinna vinnandi stétta að eignaleysingjum, skuldum vafða í illyrmislegu peningakerfi sem enn gerir þá ríku ríkari með tilstuðlan ríkisstjórna þessara landa allra. Fólk er farið að sjá í gegnum blekkinguna og mun ekki mikið lengur láta ganga yfir sig þessa kúgun og valdníðslu. Sama á við á Íslandi, þar sem eignastuldur bankanna af almenningi er látin óáreittur og ríkisstjórnin stendur vörð um bankanna. Fjármálakreppan var ekki og hefur aldrei verið náttúrulögmál, kreppan er manngerð og sífellt fleiri gera sér orðið grein fyrir því. Því munu mótmælin halda áfram uns einhverjar umbætur koma til, eitthvað réttlæti. Það er von mín að það geti orðið með friðsömum hætti, það er affarsælast. En því miður virðist vera víða þar sem valdstjórnin, að því er virðist gerir í því að ögra mótmælendum og það getur að sjálfsögðu á einhverjum tímapunkti farið illa. Valdaelíta heimsins gefur ekkert eftir fyrr en í fulla hnefanna. En samtakamáttur fjöldans getur breytt miklu, við sem stöndum neðst í valdapíramídanum getum mölvað hann ef við vöknum til þess, opnum augun og gerum okkur grein fyrir hlekkjunum sem við erum í!
mbl.is Fjöldahandtökur í San Francisco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- svo það er ljóst að hver og einn þarf að finna sinn vitjunartíma til að vakna, - þannig gerist það >

http://www.youtube.com/watch?v=jZsyvQfL5l4&feature=results_video&playnext=1&list=PL79ADEA4F419171FE

Vilborg Eggertsdóttir, 7.12.2011 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband