Ef stjórnin fellur.
27.11.2011 | 21:20
Væri þá ekki ráð að reyna að setja saman einhverskonar starfstjórn. Velja saman sæmilega hæft fólk úr sem flestum geirum atvinnulífsins. Stjórn sem myndi starfa saman í einhvern ákveðin reynslutíma og fengi það erfiða hlutverk að reyna að sigla þjóðarskútunni á friðsæl og gjöful mið. Því hverjir treysta þessum stjórnmálamönnum sem nú eru á þingi. Nú eða flokkskerfinu yfirleitt, þar sem engin vill kannast við að hafa átt nokkurn þátt í því hruni sem yfir okkur kom. Við verðum öll að taka okkur saman í andlitinu og bæta siðferði okkar og vinna saman að því að skapa réttlátt og gott samfélag, tækifærið er til staðar.
Alltaf má fá annað föruneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei ef þessi stjórn fellur þá á að boða til kosninga og þá geta flokkarnir endurnýjað umboð sitt.
Hreinn Sigurðsson, 28.11.2011 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.