Stöndum vörð um tjáninguna.
27.11.2011 | 21:08
Leynt og ljóst eru yfirvöld ýmissa landa að reyna að hefta frjálst netflæði. Stöndum vörð um frjálst og opið alnet. Því þar er helst að finna sannan og óspilltan fréttaflutning og ýmsan fróðleik sem getur orðið til þess að við vöknum upp af hinum langa svefni, hinni einsleitu mötun. Langar til að benda á ágæta mynd sem hægt er að nálgast á alnetinu;„Thrive“, fer ágætlega í gegnum það hvernig okkur hefur verið stjórnað og er enn. Eigum við ekki að fara að kasta af okkur okinu og um leið bjarga móður jörð undan þeirri áþján sem á hana er lagt í ríkjandi kerfi. Við getum það og við skulum gera það, plánetan okkar getur verið „Edensgarður“, ef við viljum. Vöknum upp og tökum höndum saman við að skapa réttlátt líf fyrir alla jarðarbúa.
Fimm ára fangelsi fyrir að blogga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.