Já, já.

Væri það ekki bara hið besta mál, fólk hefur alltaf gott af smá „fríi“. Koma svo aftur til vinnu full orku og fullt af nýjum hugmyndum, reglugerðum og fíneríi. Og kannski með lausnir við skuldavanda aðildarríkjanna.
mbl.is Hóta verkfalli hjá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tja... það sem þau eru að gera í vinnunni hefur ekki leitt af sér neinar rósir hingað til. Kannski er nokkuð til í því hjá þér, að kröftum þeirra væri betur ráðstafað heimafyrir, að taka til í sínum eigin ranni. Þá fyrst yrði kannski hægt að mynda nógu öflugan grundvöll til að byggja víðtækara samstarf á.

Vissirðu að það eru rúmlega 500 dagar síðan heimaríki höfuðstöðva ESB, Belgía, var með almennilega starfhæfa ríkisstjórn?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2011 kl. 01:42

2 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Já, satt er það. Fimmhundruð dagar já, vissi það og það virðist allt ganga ágætlega. Greinilegt að hlutur embættismanna í stjórnun ríkja er mikill. Rétt eins og Gnarrinn sagði á fyrstu dögunum sem borgarstjóri þegar inntur eftir því hvort hann vissi hvað hann væri að fara út í, að þetta gerði sig nú kannski að mestu sjálft þ.e.a.s. starfsmenn borgarinnar kynnu þetta allt.

Steinar Þorsteinsson, 23.11.2011 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband