Lýðræði falt fyrir smáklink!!

Hvarflar að manni að þetta viðgangist víðar og hafi gert lengi. Jafnvel í því landi sem vill státa sig af hvað lengstri lýðræðishefð. Og þó að ekki hafi endilega verið greitt fyrir atkvæði með beinhörðum peningum þá hafi greiðslan frekar verið í formi fyrirgreiðslu. Einmitt eitthvað sem kemur engu lýðræðisríki til góða til lengri tíma. Eitt hið versta mein sem hefur einmitt grasserað hér um langa tíð. Og ef við höfum raunverulegan áhuga á því að byggja upp nýtt sanngjarnara og heiðarlegra samfélag verður að reyna að lágmarka slíka ólöglega fyrirgreiðslu. Og það á við um okkur öll. Sameiginlega getum við búið til heilbrigðara samfélag ef við viljum!
mbl.is Tæp 20% Búlgara til í að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott hjá þeim. hvað er gangverðið á atkvæði í venjulegum Alþingiskosningum?

Óskar Arnórsson, 20.10.2011 kl. 02:49

2 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Veit ekki, en líklega aðeins dýrara en í Búlgaríu.

Steinar Þorsteinsson, 20.10.2011 kl. 19:23

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er fyrir löngu ljóst að lýðræði gufaði upp fyrir mörgum árum án þess að fólk tæki eftir því hér á landi og engu máli skiftir lengur hver er í stjórn af núverandi pólitíkusum.

Okkur vantar byltingu í hugsunargangi, viðhorfum og hegðun .... vandamálið er að það er ekki til það fólk í landinu sem uppfyllir kröfur þeirra sem heimta breytingu til batnaðar.

Spillinginn er i öllum og rifist er um hver er mest og minnst spilltur...

Óskar Arnórsson, 20.10.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband