Friðsemd fjöldans!
17.10.2011 | 23:30
Það er fleirum og fleirum út um allan heim að verða ljóst að það peningakerfi sem hefur viðgengist nú um langan aldur er komið að endimörkum sínum. Það ætti öllum að vera orðið ljóst að þær gríðarlegu skuldir sem þetta kerfi hefur búið til verða aldrei að eilífu borgaðar upp. Peningakerfi sem nærist á vöxtum getur ekki gengið upp, auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi, við erum komin að endimörkum hagvaxtarins. Jörðin okkar, plánetan sem við ferðumst með í óravíðáttunni er okkar eina heimili og við erum komin á síðasta snúning, nú verðum við að snúa þróuninni við. Við verðum að fara að rækta meira af fæðu okkar heima í eigin landi, leita leiða til að knýja vélbúnað okkar með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, við verðum að leitast við að verða sjálfbært land. Það eru blikur á lofti í alþjóðastjórnmálum, friður er ekki tryggur. Eina leiðin er að verða sú í skuldamálunum einfaldlega að strika út allar skuldir, byrja að vinna saman að heill alls mannkyns, það er í raun engin önnur leið. Og hvað varðar þau mótmæli sem svo víða eru komin í gang þá er það bráðnausynlegt að þau séu aðeins friðsöm. Að ekki gefist ástæða fyrir stjórnvöld nokkurs staðar að beita lögregluvaldi eða hervaldi gegn þegnum sínum, það væri bara til að setja af stað atburðarás sem aðeins getur endað á einn veg!
Mótmælt við kauphöllina í Toronto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
- gæti ekki verið meira sammála þér!
Vilborg Eggertsdóttir, 18.10.2011 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.