Íslenskum almenning stefnt í fátækt!
9.10.2011 | 23:06
Þetta eru einmitt hin skýru dæmi þess að hér á Íslandi verða brátt aðeins tvær stéttir, fátæklingar og hinir vel stæðu. Fátæklingarnir og öreigarnir sínu fleiri. Nú þegar almenningur hefur notað upp allt sitt sparifé og viðbótarlífeyrissparnað þá er komið að hugsanlegum listmunum, málverkum og allt frá hruni fyrir þremur árum hefur fólk verið að selja gullskartgripina sína. Húsnæðislán og reyndar öll lán stökkbreyttust við hrunið og engin raunveruleg leiðrétting hefur orðið þar á nema á erlendu mynkörfulánunum sem enda voru ólögleg frá upphafi. Hinn vestræni heimur stefnir hraðbyri inn í allsherjarkreppu sem að ef að líkum lætur verður heldur verri en heimskreppan á millistríðsárum síðustu aldar. Og hverjir eru ábyrgir fyrir þessari krísu, eru það ekki einmitt meðal annars bankarnir og það fjármálakerfi sem við búum við. Kerfi þar sem peningar eru búnir til úr engu svo lánaðir út gegn okurvöxtum, bankar sem taka stöðu gegn gjaldmiðli þjóðríkja, eins og gerðist hér á skerinu. Svo er þessum bönkum bjargað með sameiginlegu fé landsmanna úr ríkissjóði en landsmenn fá enga björgun og litlar sem engar leiðréttingar. Þetta kerfi er komið í öngstræti og verður að slá af. Þetta kerfi var búið til af okkur íbúum þessa hnattar, getum áreiðanlega búið til nýtt og betra, sanngjarnara peningakerfi.
Selja stofustássið fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála þetta hef ég verið að segja í mörg ár en fáir hlustað alls ekki bankar og stjórnvöld!
Sigurður Haraldsson, 10.10.2011 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.