Meistarar skrumsins.
6.10.2011 | 23:25
Fyrst til að telja er það með ólíkindum þessi hugsanavilla Nóbelsnefndarinnar að sæma nýbakaðan forseta USA friðarverðlaunum Nóbels. Og hefur enda sýnt sig að í Barak Obama verður seint fundið nokkuð sem réttlætir þann titil. Og ekki hefur örlað mikið á efndum allra fallegu loforða kosningabaráttu hans. Lygi, skrum og blekkingar virðist einkenna allt framferði þeirra er að lokum setjast að í Hvíta Húsinu. Og ekki var það nokkuð öðruvísi er Jimmy Carter sóttist eftir embættinu og fékk. Allt löðrandi í lygum, blekingum og skrumi. Svo hver er krafa hans, hann ætti að vita hvernig kaupin gerast á eyrinni. Auðvitað getur verið að Carter sé breyttur maður, búinn að sjá ljósið og orðinn friðar og sáttaleitandi og er þá vel. Annars er það s.s. í samræmi, Nobel efnaðist vel og varð einmitt frægur fyrir þær sakir að hafa fundið upp dínamítið og forsetar USA hafa ekki legið á liði sínu er kemur að því að sprengja eitt land eða annað aftur á miðaldir.
Vill að Obama standi við loforðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.