Stormur í vatnsglasi.
5.10.2011 | 23:27
Einkennilegt hvað það er viðkvæmt enn í dag að hafa skoðanir á mönnum og málefnum er varða seinni heimstyrjöldina og þá sérstaklega hvað varðar Adolf Hitler. Enn skrýtnara er þó að enn er reynt að halda að almenningi einhverjum ákveðnum söguskilningi sem á að vera hinn rétti. Kastar nú tólfunum þegar eins og í þessu tilviki að Lars von Trier er vísað af kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir ekki annað en að vera að velta fyrir sér perónu og skapgerð genginna manna. Sem einmitt er aðeins eðlilegt enda kvikmyndagerðarmaður, skapar persónur á tjaldinu og spáir því í mannlífsflóruna, þekkta einstaklinga og óþekkt almúgafólk í bland. Margar rannsóknir hafa líka verið gerðar sem benda til þess að ekki hafi nú allt verið eins og hin almennt opinbera söguskýring segir um aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Kemur nú ýmislegt gruggugt í ljós ef menn hafa nennu til að skoða það. Annars er það að segja að þessi mynd von Triers Melancholia" er hreint ágæt, svolítið myrk en falleg á sinn hátt. Mæli með henni.
Lars von Trier yfirheyrður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.