Dögun.
16.8.2011 | 00:47
Þær eru á förum,
tilfinningarnar sem hefur nært,
haldið við og vegsamað.
Nú þær leysast upp,
hverfa burt sem dögg í skini sólar
á nýjum degi vakningar þinnar.
Öll gömlu gildin gliðna og
sál þín ~ vitund þín rís upp
af eldinum eins og fuglinn Fönix
og svífur inn í hinn nýja raunveruleika
Vatnsberans.
Athugasemdir
Góður ertu í ljóðinu 'Augu í augnablikinu ~ leitandi' og firnalangur leiðslustíll þinn í ljóðinu 'Sírenurnar kalla úr firðinni' í sama anda, góðum anda, þótt stytta mætti eflaust eitthvað úr fræðslunni frá Grikklandi og líta aftur á ljóðið, heild þess og hljómfall eftir svo sem eitt ár.
Hér í þessu styttra ljóði bendi ég bara á nauðsyn þess að stokka upp orðaröð 4. línu.
Þakka þér, Steinar.
Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.