Augu í augnablikinu ~ leitandi.
30.7.2011 | 22:28
Þetta kunnuglega hungur mitt eftir viðurkenningu utan úr firðinni. Biðin eftir að gerist lítið æfintýri, rétt svona til að halda manni á tánum, taldi nú samt að væri nógu langt frá jörðu með augu mín leitandi í fjöldanum að augum ástleitninnar, fögrum tindrandi augum sem leituðu minna augna á augnabliki hins altæka sannleika, augnabliksins þegar ljóst verður að meira er í manneskjuna spunnið en fjöldanum hefur verið ljóst. Út úr myrkrinu við þokumst, hraðar með hverjum degi sem þó rennur úr greipum okkar á umbrotatíma, í fæðingarhríðum nýs tíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.