..dans sjálfrýni.

Rúmlega nægur tími til eindreginnar
sjálfskoðunar umkringdur hinum
mörgu sjálfum,
persónugalleríi af
margslungnu tagi.
Og þrátt fyrir margmenni
er allt hið rólegasta.
Jafnvel svo rólegt að einn
eða tveir persónuleikar eiga í
örlitlum vandræðum með sig. 
Til að aflétta spennunni
stíga þeir létt dansspor.
Ekki línudans, ónei, ekkert slíkt.
Reyndar engan þekktan dans,
aðeins eigin túlkun,
túlkun tilfinninga sem sífellt
ólga hið innra en fá svo
sjaldan að stíga
fram í ræl,
með stæl. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ ~

Vilborg Eggertsdóttir, 1.5.2011 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband