Enn og aftur "Ísland úr NATÓ"
31.3.2011 | 22:10
Eins og hef komið að hér í blogginu áður, finnst mér að Ísland
ætti að standa utan NATÓ. Enda er þetta "varnarbandalag" löngu
orðið að, því miður, árásarbandalagi.
Og við Íslendingar berum jafna ábyrgð á því sem NATÓ aðhefst vegna aðildar okkar.
Minni á það að þetta bandalag var stofnað til að verja aðildaríki þess ef á
þau væri ráðist. Ekki til að varpa sprengjum á t.d. fyrrum Júgóslaviu eins og
gert var þegar þjóðarbrotin á Balkanskaga bárust á banaspjótum.
En það var einmitt þá sem NATÓ breyttist í árásarbandalag.
Vissulega er gott og gilt að rétta sambræðrum sínum hjálparhönd,
en það er að mínu viti ekki hlutverk né tilgangurinn með stofnun NATÓ
að bera ábyrgð á hernaðaraðgerðum í Lybiu eða öðrum ríkjum.
NATO ber nú ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.