Burtu bornir......

Samið ári eftir snjóflóðið á Flateyri 1995.
 
-----------------------------------------------------
 
Silfurtær var vonin.
Sindrandi björt ætlunin.
En raunveran dimm
vetrarnóttin milli hárra fjalla.
Brotnar voru væntingar,
sem og húsin ástvina,
eftir náttúruhamfarirnar.
Gleðin burtu af Eyrinni,
ei endurómar hlátur vina meir.
Burtu bornir á hvítri slæðu,
upp~upp í himnasal. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband