Skilningur :)
12.3.2011 | 13:25
Formáli.
Margt af ţeim ljóđum og prósa sem hér hefur getiđ ađ líta er nokkura ára gamalt, en svo líka nýtt í bland.
Ţađ sem hér fer á eftir er samiđ 1998.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Verđugt umhugsunarefni í
algerri blindni augnabliksins.
Ljós sem tendrast í myrkum
afkimum heilans.
Skilningur sem fćst međ aldrinum.
Sólin kemur upp og hún sest.
Lífiđ er hringekja,
vonandi eru allar legur í lagi.
Sirkus ~ sjálfur trúđur,
međ tár á hvarmi.
Purpuralit hugvekja í bítiđ,
taktur í samrćmi viđ ljósasýninguna.
Á gólfinu ţrćlast viđ hrađfjöruganpolka,
undirspiliđ úr píanóbassatrommu ~ sönglandi
whiskeyröddu Waits.
Bíđ sjálfur eftir nýrri múnderingu sem
peppar upp mitt "alter ego".
Diskókúluljósatryllingurinn hefur ei náđ í
skott mitt ~ stíft.
Í dansandivellulágrómakonukarlssöngraddarmisţyrmingum ~
lekur sviti tár og blóđ.
Ţurrausinn gleđigenum,
genabankaígrćđslumeistarar í strćk.
Hversdagsleg alltumekkert pćling mitt í
stóratburđum tíđindaleysisins.
Mín sćng útbreidd ~
rétt svona til málamynda.
Hreingerningar ~ í skjalasafni innri heila ~
heil ósköp sem henda má á bál hégómans.
Grćnar grundir ~ nýtt mýkingarefni gegn
harđrćđi lífsins.
Svipast um í golunni, hamingjusöm pils ~
stinn lćri , bros og fyrirheit.
Blámi í stofu neysludreymandans.
Fislétt hugmynd ađ leyndri uppgötvun
í sólarupprás hins nýrri tíma komandi um hćl.
Og afturhvarfiđ er rétt ađeins byrjunin
á nýrri algamalli hefđ.
Upp rís hinn flóknari einfaldleiki lífsgleđinnar mitt í
eylandi sálarinnar vaknandi.
Flosmjúk skynjun hunangsblíđunnar.
Hverfast burt á rósrauđu
skýi algleymisins.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.