......nærvera
20.2.2011 | 17:49
Hunangmjúk nærvera þín
í huga mér.
Birtingarmynd hinnar æðstu
tignar og náðar.
Fölskvalaus gleði augna þinna.
Augu sem mæta mínum
í mannfjöldanum.
Oft leitað langt yfir skammt,
en undir niðri býr sannleikur,
sannleikur úr djúpi aldanna,
uppsöfnuð viska.
Leiðarstef til framtíðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.