Allumlykjandi hagvöxtur....eða ekki?
12.2.2011 | 23:08
Er veröldin grá með bláum röndum,
upplýst neonskilti í húminu.
Síðustu dreggjar alvöru kaffisins hverfa úr minni.
Angist mín kannski ástæðulaus, nýr framfaratími í uppsiglingu.
Hagvöxtur hugans, súluritin svífa í hæðir,
kappsamleg framleiðsla í viti firrtum heimi.
Og menn segja bara; hvaða blekbull er þetta sem vellur hér um
allar koppagrundir?
Hvergi friður fyrir lausnurum heimsins.
Menn sem ætla að leysa allan vanda með prósa og
angurværum ljóðum um ástina.
En ekkert skal stöðva hagvöxtin,
framleiðum fram í rauðan dauðann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.