Heilbrigði!
1.2.2011 | 22:47
Sóttvarnarlæknir segir að hér á landi eigi þetta ekki við, þrátt fyrir aukin tilfelli drómasýki síðan byrjað var að bólusetja gegn svínaflensu! Trúlega erum við svona betur úr garði gerð en aðrir í veröldinni!! Ýmsir aðilar leikir og lærðir hafa undanfarin ár farið að hafa miklar efasemdir um gagnsemi bólusetninga almennt. Sjá má margar frásagnir á alheimsvefnum (internetinu) um slæmar afleiðingar ýmissa bólusetninga t.d. ungbarnabólusetninga, þar sem heilbrigð ungbörn hafa eftir bólusetningar hugsanlega t.d. orðið einhverf. Ekki veit ég sannleikann í því en finnst í það minnsta ástæða til að ígrunda hvort við séum tilbúin til að láta dæla í okkur einhverjum efnum sem vitum ekkert hvað er eða hvaða áhrif hafa á okkur og börn okkar. Get ekki alveg skilið þessa miklu áherslu sem Landlæknir setur á það að allir Íslendingar láti bólusetja sig gegn svínaflensu, sem er trúlega bara enn ein af þessum árlegu flensum sem berast um heiminn. Og hvernig eigum við að byggja upp eðlilegar varnir líkamans gegn flensum ef við látum ætíð sprauta okkur gegn náttúrunni. Held það gangi ekki upp til lengdar. Sýnir sig t.d. í því hvernig vandamál erum komin í varðandi ofnotkun okkar á penísillíni. Svo ekki sé nú minnst á óeðlilega mikla notkun á persónubreytanlegum lyfjum (Rítalín o.f.l.) svefnlyfjum og öðrum róandi lyfjum. Held að tími sé til komin að endurhugsa heilbrigðiskerfið, hvernig væri að fara að huga að forvörnum?
Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.