Sjálfbært Ísland!

Mín sýn á Ísland framtíðarinnar er sú að við verðum sjálfbær í matvælaframleiðslu.
Trúlega eru í raun allir möguleikar á því að við gætum orðið sjálfum okkur nóg.
En til þess að slíkt geti orðið þarf að sjálfsögðu "örugglega" að gera ýmsar breytingar í
regluverki okkar og skattaumhverfi og ekki síst í raforkuverði til gróðurhúsaræktunar.
Miðað við hvernig veðurfarið hér hjá okkur hefur verið að breytast síðastliðin ár virðist líka 
vera full ástæða til þess að fara í enn meiri kornrækt.
Margir láta sig dreyma um það að rækta hér ýmsan gróður sem nýta mætti í lífefnaeldsneyti,
það tel ég að við ættum ekki að gera, heldur nýta allt land sem getum til matvælaframleiðslu.
Og að sjálfsögðu að leitast við að framleiða allt á vistvænan hátt.
Staðreyndin er sú að við eigum bara eina jörð og henni hefur víða verið illilega spillt.
Jarðarbúar nálgast það að verða sjö milljarðar, ansi margir sem verður að metta,
og jarðgæði víða undan að láta vegna fólksfjölda og mengunar.
Því að það er eitt af því sem við sem eigum "í það minnsta ennþá" og það er gott og gjöfult land,
nægt vatn og búum við hlýnandi veðurfar. 
Og að sjálfsögðu er það líka sjávarútvegurinn og hefðbundin landbúnaður sem við búum að.
Ekki sé í raun að við ættum í neinu að breyta því fyrirkomulagi okkar að leitast við að vera
sjálfstæð og sjálfbær þjóð, við eigum nú þegar í mjög góðum samskiftum við nágrannaþjóðir
okkar í flestu tilliti, og sé enga ástæðu til að ætla að svo geti ekki verið áfram. 
S.s ættum við ekki að stórauka matvælaframleiðslu okkar, það sem við neytum ekki er
áreiðanlega hægt að selja öðrum þjóðum.
Ísland framtíðarinnar "Matarkistan í norðri".
 
E.s.
 
Langar svona til gamans að benda á hvað nafn lands okkar þýðir í raun
samkvæmt rannsóknum m.a. Gunnars Dal.
 
Ísland = Land Guðs. 
 

mbl.is Keyptu um 1000 tonn af íslensku korni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

100% sammála

Andrés Kristjánsson, 30.1.2011 kl. 04:06

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta gengur svo lengi sem að við erum á þessu hlyindaskeiði sem verður vonandi sem lengst. Kringum 1970 var ástandið þannig að kal var svo mikið að heyskortur var víða. Því skulum við gleðjast meðan hægt er og nyta það en hafa samt vaðið fyrir neðan okkur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.1.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband