Flótti úr nútímanum! (Gamalt úr skúffunni.)
22.1.2011 | 18:37
Undirbúningur undir lífið á galeiðunni.
Spurning um vímu, deyfa hugann eitt andans augnablik.
Setja upp rétta svipmótið.
Augnablik, hvernig blása vindar í kvöld.
Gengur rautt eða kannski svart.
Heimur á flótta, kapphlaup í gin heimskunnar.
Ná upp hraða sem hægt er að vera sæmdur af.
Bruna á mót geggjuninni, kemur hún svo sem ekki nógu snemma?
Glaðhlakkalegir púkar sitja á öxlum okkar, skemmta sér vel.
Leikhús fáránleikans, líf í trylltum dansi. Sviðsmynd öfganna.
Tónfall síbyljunnar. Hringlar orðið í hausnum á þér vinur.
Er gangverkið farið að skrölta!
Og þig byrjar að dreyma paradísarlífið, sem er viðsnúningur
á núverandi líf.
Gulur sandur, húla - húla meyjar sem dansa innan um pálmatréin.
En draumar eru oft loftbólur.
Svo þú ferð og reynir að ná sambandi við hinn heiminn, þú veist,
fréttir úr eftirlífinu, ferð á skyggnilýsingu.
Halló - halló er í salnum einhver sem þekkir BOND - JAMES?
Augnablik! Þetta gengur ekki.
Ferð í þriggja áfanga handayfirlagningu.
Rifja upp fyrri líf þín. Kannski gerðist eitthvað spennandi þar.
Kannski varstu LEIFUR hinn HEPPNI og fannst þá VÍNLAND hið góða.
Áttirðu smá ástaræfintýri með indiánaskvísum?
En hvað gagnast manni minningar úr fyrra?
Kaffi í bolla / drekk / þrjá hringi réttsælis yfir höfðinu, smá
andardrátt í bollann, þurrkann á ofni.
Kerling með slæðu á höfði, hringlandi armbönd.
Eðla frú, sérðu eitthvað í bollanum.
Já, ég sé ferðalag og mikla peninga á næstunni.
Virkilega, núna fljótlega?
Já, mjög fljótlega!
Svo þú gengur út í gleðivímu. Loksins - loksins.
Er dyrnar lokast á hæla þér stígur spákonan gleðidans.
Pakkar niður í töskur, pantar leigara.
Keflavíkurflugvöll takk, með hraði.
Já, hún stundar gjöfula atvinnugrein!
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkur: Prósi /Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.