Draumdofi.......

Á andartakinu þegar maður telur sér allt fært.
Hugsun sem slær niður, allt í einu óforvarandis. 
Lítur til baka, mörg ár aftur, þegar æskan var
þröskuldurinn sem stöðvaði draumana.
 
En nú eru æskuárin að baki.
Draumarnir aðrir, en eiga sammerk að rætast ekki.
Lífið leikur annað leikrit, eða er ég staddur í annari bók!
 
Einhver misskilningur í gangi, leiðin um skóginn er dimm.
Vitinn á klettasnösinni, villuljós!
Umkringd skrælingjalýð sem reynir að tæla mig, þig,
hafa af okkur gott, fleygja oss síðan í hafið.
 
Draumaveröldin, aðeins blossi í vitfirrtum heimi.
Tælir okkur áfram, um dimman dal hversdagsins.
Notum öll meðul til að deyfa hugann, lifa af daginn.
Sveiflumst á milli tilfinninga, glöð, döpur.
 
Grátum draumana, sem aldrei rætast.
Leitin stendur yfir, finna punkt í tilverunni.
Glata, sýta, gleyma draumunum.
Lifa draumlaus, steinsteypukastalarnir
þrengja að, byrgja sýn.
 
Náttúran brátt eitthvað sem lest um í fornum bókum.
Úr tengslum, aðeins þegn á leikvelli tilbúinna þarfa.
Bíður dauðans, í von um að þá fyrst byrji lífið! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband