Hyldýpi......
5.1.2011 | 22:57
Dögunin. Mistrað loft. Af festingunni hverfur tunglið, taktu mig.
Berðu mig í draumalandið. Handan skynheimsins.
Í tárvotum dal langana minna, svíf einmanna.
Geng á línu, hyldýpi. Vonir um undankomuleiðir, engar.
Fikra mig áfram, skref fyrir skref. Dáyndis, dýrðardagar að baki.
Laun þessa heims, greidd í næsta.
Lít í dýpið, hugsa, gæti flogið sem örn.
Svifið, tignarlega, litið yfir sviðið, örstutta stund.
Línan titrar, jafnvægið brenglast, ramba,
næ valdi smástund, svo eins og allt gufi upp.
Dett, dett, þvílík tilfinning.
Flug mitt tekur fljótt af!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.