Að eyða sparnaði elliáranna.



Heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkar


Með breytingu á lögum nr. 129/1997 sem samþykkt var á Alþingi í desember var heimild til

fyrirframgreiðslu  viðbótarlífeyrissparnaðar

hækkuð úr 2.500.000 kr. í 5.000.000 kr.

  • Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að 5.000.000 kr. sem greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 12 mánuðum, þ.e. 416.667 kr. á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 5.000.000 kr. er að ræða.
  • Fjárhæð til útgreiðslu miðast við inneign 1. janúar 2011, þó að hámarki 5.000.000 kr.
  • Hafi sjóðfélagar áður fengið greiðslu samkvæmt eldri heimild dregst sú fjárhæð frá 5.000.000 kr.
  • Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild en vilja gera breytingar í samræmi við nýju heimildina þurfa að sækja sérstaklega um það með nýrri umsókn.
  • Heimildin gildir til 1. apríl 2011 sem þýðir að síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 31. mars næstkomandi.
 
Gott og vel, þetta mun tímabundið bjarga einhverjum, en hvað gerist svo þegar við erum búin með allan sparnað okkar!
Þetta er að sjálfsögðu liður í því að þagga tímabundið niður í þeim sem enn eru að kalla eftir einhverjum lausnum á skuldavanda heimilanna. Að sjálfsögðu verður ekki neins meira að vænta af fyrirgreiðslu fyrir almenning, AGS (IMF) hefur gefið upp þá stefnu við ríkisstórnina sem þeim ber að fylgja eftir. Þessi breyting á lögum gerir ekki annað í raun en að flýta því að þurrka út millistéttina! Og hvar erum við svo stödd þegar við höfum eytt viðb.líf.sparnaði okkar í hina botnlausu hít sem opnuð hefur verið fyrir okkur af bankakerfi landsins og stjórnendum þess. Og ekki ætla ég að gera neinn mun á bankakerfinu fyrir hrun eða nú að "afstöðnu" hruni. Það hefur ekkert breyst þar! Nú og ef Seðlabanki Íslands ætlar svo í ofanálag að fara að tengja ísl. krónuna við evruna eða jafnvel að reyna að flýta fyrir upptöku hennar í stað krónunnar þá líst mér ekki á blikuna. Evran er fallandi gjaldmiðill og á sér kannski ekki langa lífdaga. Á Íslenska Ríkið, þ.e.a.s. við einhvern gullforða þegar helstu gjaldmiðlar viðskiptalanda okkar verða einskisnýtt pappírsrusl!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband