Og svefninn rofinn!

Hef það sterklega á tilfinningunni að vorir fulltrúar á Alþingi séu að reyna að sjá við stjórnlagaþinginu. Þ.e.a.s. vera búin að smíða ný frumvörp og verklagsreglur áður en stjórnlagaþingið kemur saman. T.d. lagði forseti Alþingis fram í dag frumvarp sem breyta á verklagi og ábyrgð ráðherra og óbreyttra á löggjafarsamkundunni. Verður kannski lítið eftir fyrir stjórnlagaþingið að moða úr! Miklu umstangi hefði mátt komast hjá ef þingmenn okkar hefðu tekið sig fyrr saman í andlitinu, hafa haft til þess rúm sextíu og fimm ár. En að sjálfsögðu ber að fagna því ef þjóðkjörnir fulltrúar okkar á Alþingi vakna af "Þyrnirósarsvefni" sínum. Húrra, húrra, húrra!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband