Vegatollar!
11.12.2010 | 21:29
Held við ættum frekar að nota vegina eins og þeir eru í dag heldur en að breikka og byggja nýja. Í það minnsta er ég ekki hrifin af því að þurfa að borga vegtolla á öllum leiðum úr og í borgina. Hefði haldið að nóg væri komið af skattheimtu í eldsneytisgjöldum, bifreiðargjöldum og bráðlega kolefnasköttum. Á að skattleggja okkur svo mikið að endirinn verði sá að við munum ekki geta ferðast um landið okkar um lengri eða skemmri veg okkur til ánægju vegna kostnaðar. Hvað með þá sem búa í næsta nágrenni höfuðborgarinnar og sækja þangað vinnu, t.d. sá sem býr á Selfossi og sækir vinnu til Rvíkur, hann mun þurfa að borga sjöhundruð krónur á degi hverjum í vegtolla. Nei, þetta getur ekki gengið, nóg er komið af vitleysunni hér þó þetta bætist ekki við!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.