Stjórnlagaþing.

Vona að það fólk sem valdist á þetta stjórnlagaþing sé vandanum vaxið.
Er jú með víðtæka menntun og nokkuð blandaður hópur.
En það sem alltaf gerist hér á Íslandi er það að þeir sem eru nokkuð þekktir
úr fjölmiðlum eða fjölmiðlaumræðu fá helst kosningu.
Flestir þessara einstaklinga eru einmitt þekktir á þann hátt.
Auðvitað eru þau ekkert verri fyrir það, en þetta sýnir að við kjósendur erum
frekar löt, því þótt við höfum þ.e.a.s. við sem kusum, farið og valið okkar fulltrúa
þá sýnist mér að ekki hafi endilega verið pælt vel í gegnum málefni og viðhorf
minna þekktra frambjóðenda.
 
Rétt eins og við Alþingiskosningar sýnist mér að þekktu andlitin fái brautargengi,
s.s. eins og iðulega hefur gerst að fyrrum fréttamenn/lesarar hafi flogið inn á þing
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
 
Sjálfum tókst mér ekki eða gaf mér ekki nægan tíma til að rýna í alla frambjóðendurna
enda ansi margir, náði þó að velja mér ellefu fulltrúa, aðeins einn af þeim náði kjöri.
 
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu.
Sú stjórnarskrá sem verður vonandi til þarna, hana verður að leggja í dóm þjóðarinnar.
Ekki skal leggja hana fyrir Alþingi, fulltrúum okkar þar er því miður ekki treystandi til að
afgreiða hana frekar en svo margt annað.
 
Óska stjórnlagaþingmönnum alls hins besta, megi þeim lánast vel í
þessu vandasama verki. 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband