Í forsögulegum draumi.

Hún horfir á mig í gegnum
tvílráðan hug sinn.
Löng augnatillit.
Fjaðurmagnaðar hreyfingar,
tígrisdýr - svartur Pardus - nóttin,
leikvöllur drauma.
 Umvafinn lostanum - eimpípur blása.
Hin langa þrá - uppfyllingin -
draumur sem verður.
Rauðar perlur - óskir sem rætast
í drifhvítri verundinni.
Dísir á hlaupum í skógi
forneskjunnar,
ná sambandi í draumum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband