Kúreki á ferð um .........................

Kúreki kemur ríðandi yfir sléttuna, eða örkina sem sagan er skráð á.
Stöðvast skyndilega í blekdropa.
Júhú olía! Öskrar hann upp yfir sig, endasendist í sjöunda himinn.
Hallar sér aftur í hnakknum, dreymir um ríkidæmi sitt komandi.
Er hann rankar við sér, sjá! Komin olíudæla mitt í blekið (olíuna) og búið
að girða umhverfis með gaddavír.
Lærdómur: Gleym þér ekki í draumheimum.
 
Svo hann heldur á stað á ný, kemur að þorpi mitt í mörkinni.
Fer af baki, teymir fák sinn, aðalgatan ansi tómleg.
Kemur að kránni, sveiflar upp dyrunum, úps - horfir beint út á sléttuna.
Hvað nú, kominn inn í gamla leikmynd úr Hollywoodskum vestra!
Þetta gengur ekki lengur hugsar hann, dregur upp úr hnakktösku
sinni farsíma. Pantar þyrilvængju.
Sleppir hestinum lausum.
Þetta ævintýri skal ekki gantast með mig lengur.
Heim, held heim, þar sem allt er víst. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband