.........hugauðgi

Hungur í hugauðgi - ekkert bærist.
Himininn heldur sínum línum,
opnast ekki inní aðrar víddir.
Stöðugleiki sem aldrei fyrr.
Gárast ei frumleg alda í heimi uppátekta.
 
Nýjar tilfinningar í sókn,
rauðleitur þráður blekkinga.
Á altari í hofi fegurðar, fórnir að gömlum sið.
Útlit ákveðið fyrir fjöldann.
 
Alsælan faðmar þig
í speglinum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband