Stríðsrekstur bandamanna.

Smá hugleiðingar eftir að hafa horft á heimildarmyndina "War Promises" sem gerð er af "NuoViso".

Myndin fjallar að mestu leiti um stríðin í Írak og Afghanistan og aðdraganda þess 9/11 árásina á Tvíburaturnanna. Eða 9/11 sjónarspilið! En það sem er að veltast í mér er notkun flugskeyta og skotfæra, sem gerð eru úr kjarnorkuúrgangi, þ.e.a.s. úrgangi sem leggst til í kjarnorkuverum. Hágeislavirkt efni sem safnast hefur upp í geysilegu magni og engin veit hvað gera skal við. Eitt af því sem einhverjum snillingum datt í hug var að nota þetta í skotfæri og sprengjur, reyndar þarf ekki að vera nein sprengihleðsla í flugskeytum þegar þeim er skotið í t.d. skriðdreka, við samstuðið verður einskonar (kjarnorku)sprenging.

Við þessa sprengingu verður brak þess sem sprengt er og nánasta umhverfi að sjálfsögðu töluvert geislavirkt. Þessi skotfæri hafa verið til í u.m.b. fjörutíu ár. Þau hafa verið notuð af Bandaríkjaher og Natoherjunum í ýmsum stríðsátökum, líklega öllum sem þessir herir hafa tekið þátt í síðustu 15-20 ár.

Þar má nefna t.d. stríðsreksturinn í fyrrum Júgóslavíu; Írak 1991, Bosnia 1995, Kosovo 1999, Afghanistan 2001-2010, Írak 2003-2010, líklega í Sómalíu og Líbanon líka.

Þegar Bandaríkjaher þóttist ætla að uppræta (drepa) Osama Bin Laden í Tora Bora fjöllunum í Afghanistan vörpuðu þeir ógrynni svona sprengna í fjallendinu, en þarna eru miklir hellar sem talið var að liðsmenn Osama og hann leyndust í. En þarna er líka eitt helsta vatnasvið Afghanistan, meginforði vatns sem notað er til áveitu og neyslu og er nú mengað og geislavirkt.

Áhrif þessarar geislunar er hvítblæði og ýmis önnur krabbamein og ekki síst mikil aukning skelfilega vanskapaðra nýbura og nýburadauði. Varla fara heldur þeir hermenn er umgangast og nota þessi skotfæri varhluta af geisluninni.

Haustið 2008 tóku Sameinuðu Þjóðirnar til atkvæðagreiðslu bann við notkun þessara vopna, 144 ríki samþykktu bann við notkun þeirra, en fjögur ríki beittu neitunarvaldi; Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael. Svo að enn er verið að nota þessi vopn. Euromil sem eru samtök evrópskra herja hafa fordæmt notkunina en Natoherirnir nota þessi vopn samt enn.

Í Írak eru 18 héruð í nágrenni við Bagdad, Nasiria og Bashra ekki lengur byggileg, en þar áttu sér stað miklar skriðdrekaorustur bæði 1991 og 2003. Flytja þarf fólk af svæðinu en það er í raun of seint, það hefur andað að sér geislavirkninni og neytt mengaðs matar lengi. Fyrir þeim liggur vart annað en deyja vegna þess.

Leiða má að því líkum að í raun sé verið að fremja skipulagt þjóðarmorð bæði í Írak og Afghanistan! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband