Draumsigling!
27.10.2010 | 22:17
Mín sæng útbreidd, til þerris,
bylgjast í golunni.
Löng er sú nótt sem frá mér fer.
Blindir draumar í skini tungls
í fyllingu.
Stjörnuþokur, minn þjóðvegur,
sigli um geiminn
á draumfleyi númer þrjú.
Skoðunarferð um óskrifaðar
sögur mannkynsins.
Forskot á tímann!
Í fimmtu draumhöll býr
undurfögur geimmey,
tætir og tryllir
veikgeðja mann.
Af geimástum fer engum sögum.
Leyndarmál í dósum, keypt í sjálfsölum,
hundrað krónu leyndó.
"Menningin" breiðist út um víðan geim.
Nú sný ég aftur heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.